sunnudagur, október 19, 2008

 

Kjaftstopp uppi á skeri

Ég hef ekkert skrifað hér lengi enda algerlega kjaftstopp yfir ástandinu og hef því ekkert haft að segja um stöðuna. Mætti reyndar á Austurvöll í gær að krefjast þess að Dabbi kóngur hverfi úr Seðlabankanum, en auðvitað er hann ekki sá eini sem ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Mér sýnist að það þurfi að skipta algerlega um stjórnina í brúnni, svo ég bregði nú fyrir mig sjómannamálinu vinsæla. Spurningin er bara hverjum maður myndi treysta til að taka stjórnina og ég verð að segja að ég treysti engum af þeim fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem á Alþingi sitja. Flest af því er auðvitað samviskusamt sómafólk en því miður sé ég ekki hvernig hægt væri að mynda nýja stjórn með aðild stjórnarandstöðunnar. Svo haldið sé áfram með sjómannamálið er þjóðarskútan greinlega lent uppi á skeri og spurning hver geti dregið hana á flot aftur.
En fyrir utan það er Anna með frábæra lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar á síðunni sinni í dag.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?