mánudagur, janúar 26, 2009

 

Draumur sem breyttist í martröð

Mig dreymdi undarlegan draum í nótt. Mér fannst að ríkisstjórnin væri fallin, ný stjórn tekin við og búið væri að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. En draumurinn breyttist brátt í martröð því Davíð hélt blaðamannafund og sagðist vera á leið í pólitíkina aftur og væri sestur við stjórnvölinn í Sjálfstæðisflokknum. Umhverfis Davíð á fundinum stóð hópur alvarlegra, jakkafataklæddra karlmanna sem brostu óhugnanlegu trúðsbrosi og svo breyttust andlitin á þeim öllum í andlit Davíðs með þessu sama, óhugnanlega brosi og þá hrökk ég upp í skelfingu.
Ég ætla bara rétt að vona að ég sé ekki berdreymin.
Annað var það ekki í bili, ég gleðst auðvitað yfir því að stjórnarsamstarfinu sé lokið en dag skal að kveldi lofa.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?