miðvikudagur, janúar 21, 2009

 

Loksins, loksins!

Loksins eru Íslendingar hættir að láta bjóða sér allt þegjandi og hljóðalaust og þá er ekki að sökum að spyrja að mótmælendur eru kallaðir skríll og uppivöðsluseggir. Fólk er nefnilega að átta sig á því að við höfum ekki búið við lýðræði undanfarna áratugi, við höfum búið við flokksræði. Flokkarnir sem verið hafa í ríkisstjórn hafa ráðið einu og öllu eins og sést best í embættis- og stöðuveitingum undanfarinna ára, svo ekki sé minnst á einkavinavæðinguna. Að mótmæla á friðsamlegan hátt eins og gert hefur verið síðan í haust hefur greinilega ekkert að segja, þess vegna er ekki um annað að ræða en að grípa til frekari aðgerða, það er ekki eins og fólk sé að mótmæla að gamni sínu. Því miður gat ég aðeins verið á Austurvelli stutta stund í gær og í dag verð ég að sitja við tölvuna ef mér á að takast að skila næsta verki af mér í tæka tíð. En áfram mótmælendur!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?