föstudagur, janúar 30, 2009
Sami grautur, kannski aðeins saltari, í nýrri skál?
Mig minnti að Ingibjörg Sólrún hefði sagst ætla að draga sig í hlé svo að ný forysta gæti tekið við en nú virðist sem bæði hún og Össur ætli að sitja áfram í sínum stólum. Og mér finnst nánast fráránlegt að VG tefli Kolbrúnu Halldórsdóttur fram sem umhverfisráðherra. Það er þá eins gott að engir ísbirnir gangi á land meðan hún vermir sætið því hún myndi sennilega rjúka norður með grátstafinn í kverkunum til að klappa ræflunum!
Ég bíð bara eftir einhverju nýju framboði sem vit er í til að geta nýtt atkvæðið mitt í vor.
Ég bíð bara eftir einhverju nýju framboði sem vit er í til að geta nýtt atkvæðið mitt í vor.