þriðjudagur, febrúar 10, 2009

 

Frosti Noël

Litli prinsinn heitir Frosti Noël. Hann fékk nafn við fallega og látlausa athöfn á laugardaginn. Ég öfunda hann svolítið því hann á helling af öfum, ömmum, langöfum og langömmum, en ég kynntist því aldrei að eiga afa eða ömmu, þau voru öll löngu dáin þegar ég fæddist. Ég veit ekki hvort nafnið er dregið af því að það hefur verið ansi kalt frá því að hann fæddist en fallegt er það engu að síður. Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna á Tjarnarbóli og er það vel. Það er þá ekkert að angra mann.
Og nú legg ég til að aðalbankastjóri Seðlabankans verði borinn út úr bankanum og farið rakleitt með hann í geðrannsókn.
Lifið heil og látið ykkur líða vel með kertaljós og kakó.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?