sunnudagur, febrúar 22, 2009

 

Nei, ekkert skammdegisþunglyndi

Það er býsna langt síðan ég skellti einhverju hérna inn síðast og ef einhver hafa óttast að það sé vegna þess að ég hafi lagst í skammdegisþunglyndi er það alrangt. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert merkilegt hefur gerst í lífi mínu síðan síðast. En daginn er farið að lengja verulega og algerlega ástæðulaust að láta þunglyndi fara illa með sálina. Reyndar verður þessi helgi ansi viðburðarík, en svo gerist áreiðanlega ekkert næstu vikurnar. Í gærkvöldi var fögnuður hjá kórnum, við hittumst í Domus Vox í drykki og snakk og síðan var farið á Óperuperlurnar sem voru auðvitað alger snilld. Og eftir sýningu litum við aðeins inn á Næsta bar, en ég var komin heim nokkurn veginn allsgáð um ellefuleytið.
Í kvöld erum við Ella svo að fara á sýningu Íslenska dansflokksins og ég er alveg viss um að það verður bráðskemmtilegt að vanda.
Passið svo endilega að borða ekki yfir ykkur af bollum svo þið getið kýlt ykkur út á saltkjöti og baunum á þriðjudaginn.
Sæl að sinni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?