fimmtudagur, febrúar 26, 2009

 

Ofneysla?

Það er spurning hvort ég hafi neytt of mikillar menningar undanfarna daga.
1. Laugardagurinn 21. feb. Óperuperlur í Íslensku óperunni.
2. Sunnudaginn 22. feb. Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu.
3. Miðvikudaginn 25. feb. Milljarðamærin snýr aftur í Borgarleikhúsinu.
Svo fer ég örugglega ekkert næstu vikurnar, klára þetta bara í snarheitum á fimm dögum.

Og eftir að hafa séð viðtalið við seðlabankastjóra í Kastljósi (horfði á það á Netinu daginn eftir) finnst mér undarlegt ef allir sjá ekki að maðurinn er með mikilmennskubrjálæði á hæsta stigi og þyrfti að fara umsvifalaust í geðrannsókn. Ég óttast satt að segja viðbrögð hans þegar hann neyðist til að yfirgefa bankann sinn eins og hann orðaði það í viðtalinu.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?