sunnudagur, mars 01, 2009
Alvarlegt minnisleysi
Ég var að hlusta á Egil Helgason ræða við Jón Baldvin áðan. Mikið djöfull fer í taugarnar á mér hvað allir virðst muna lítið eftir hlutverki téðs Jóns Baldvins í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda. Það var nefnilega ekki minnst einu orði á ráðherraferil hans í Viðeyjarstjórninni sem var upphafið að átján ára valdaferli Sjálfstæðismanna - og þar með öfgafrjálshyggjustefnunni.
Ég veit að sumir sem ég þekki muna ekki lengra en tíu ár aftur í tímann en því miður virðist meirihluti þjóðarinnar þjást af enn verra minnisleysi.
Og þótt ég sé ósátt við ákvörðun Ingibjaregar Sólrúnar finnst mér ekki mikil endurnýjun að fá Jón Baldvin sem formann Samfylkingarinnar. En auðvitað kemur mér þetta ekkert við því ég kaus ekki Samfylkinguna síðast og geri það enn síður núna.
Ég veit að sumir sem ég þekki muna ekki lengra en tíu ár aftur í tímann en því miður virðist meirihluti þjóðarinnar þjást af enn verra minnisleysi.
Og þótt ég sé ósátt við ákvörðun Ingibjaregar Sólrúnar finnst mér ekki mikil endurnýjun að fá Jón Baldvin sem formann Samfylkingarinnar. En auðvitað kemur mér þetta ekkert við því ég kaus ekki Samfylkinguna síðast og geri það enn síður núna.