fimmtudagur, mars 12, 2009

 

Veruleikafirring eða hugsunarleysi?

Ég get ekki gert upp við mig hvort mér finnst þingmaðurinn Kjartan Ólafsson, sem vill selja listaverk bankanna fyrir einhverja milljarða, grátlegur eða hlægilegur. Í fyrsta lagi er auðvitað spurning hverjir gætu keypt listaverk fyrir tugi milljóna núna og í öðru lagi er það spurningin um framboð og eftirspurn. Ég er hrædd um að framboðið yrði meira en eftirspurnin og þar af leiðandi féllu listaverkin í verði (eins og hver önnur hlutabréf). Málið hefur greinilega ekki verið skoðað ofan í kjölinn og sá grunur læðist að mér að viðkomandi hafi ætlað að veiða fáein atkvæði rétt fyrir kosningar hjá lítt hugsandi fólki.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?