mánudagur, apríl 27, 2009

 

Eftir tónleika- og kosningaþreyta

Jæja, gott fólk, þá eru kosningarnar afstaðnar og niðurstaðan hreint prýðileg, allavega er hún mjög að mínu skapi. Eiginlega rann sumardagurinn fyrsti alveg saman við kosningahelgina, en Gloríutónleikarnir á sumardaginn fyrsta tókust mæta vel og sömuleiðis söngurinn hjá litla kórnum í Kvennakirkjunni um helgina. Ég tók laugardaginn snemma, mætti á kjörstað upp úr tíu og setti kross við réttan bókstaf. Svo tók við söngur og enn meiri söngur, ég meira að segja vakti ekki yfir kosningasjónvarpinu nema til rétt rúmlega tvö, en þrátt fyrir það og að sofa til rúmlega níu í gærmorgun var ég dauðþreytt í gærkvöldi eftir sunnudagsstússið og farin í rúmið fyrir klukkan ellefu. En eins og oft er maður eins og sprungin blaðra eftir svona tarnir svo ég hef ekki gert mikið af viti í dag. Á morgun kemur svo nýr dagur og þá hef ég ákveðið að vera hress. Hitt er svo annað mál að við hjónakornin þurfum að taka rækilega til á heimilinu, hér er ryk í hverju skoti. Ef ég ætla að fá gesti í afmæliskaffi á sunnudaginn er víst eins gott að þurfa ekki að afhenda þeim hlífðarföt við komuna! Og "gróðurhúsið" verður sett upp í vikunni þrátt fyrir að sumarblómin ætli ekki að stinga upp kollinum, mér tókst meira að segja að drepa það sem upp var komið! Hins vegar er allt að fyllast af kryddjurtum hjá mér ásamt papriku- og tómatplöntum. Vona bara að ég fari nú ekki að drepa þær.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?