sunnudagur, september 23, 2007
Hugleiðing um leikskóla
Nú er mikið rætt um mannekluna á leikskólunum og í framhaldi af því einkarekna leikskóla. Ein tillagan er að fyrirtæki setji á stofn leikskóla fyrir börn starfsfólksins - Leikskóli Baugs, Leikskóli Landsbankans, Leikskóli Kaupþings o.s.frv. Þegar ég heyri þetta dettur mér alltaf í hug ákveðið atvik. Þannig var að fyrir rúmum fjörutíu árum fórum við hjónin í skoðunarferð um Carlsberg-verksmiðjurnar í Kaupmannahöfn þar sem við vorum leidd í allan sannleika um bruggun bjórs, allt frá því að lagt er í kornið og þar til bjórinn er tilbúinn í flöskunni, og svo var að sjálfsögðu veitt vel af framleiðslunni. Og þótt það hafi kannski ekki verið beinn hluti af framsleiðsluferlinu var okkur líka sýndur leikskóli sem fyrirtækið rak fyrir starfsfólkið. Það fyrsta sem mér datt í hug var að þarna væri verið að ala upp næstu kynslóð verkafólks fyrir Carlsberg. Auðvitað sé ég núna að þetta voru bara mínir eigin fordómar og þarna hafa ugglaust verið við stjórn lærðir leikskólakennarar (eða fóstrur eins og það hét þá), börnunum trúlega liðið vel í þroskandi umhverfi og þetta hefur verið til mikilla hagsbóta fyrir foreldrana. Kannski er ekkert barnanna sem ég sá þarna við vinnu í verksmiðjunni núna og kannski vinna einhver þeirra þar og líkar vel, ekki síst að hafa örugga gæslu fyrir börnin sín.
Það sem ég vildi sagt hafa er, að til að mynda mér skoðun á hvort rétt sé að fyrirtæki reki leikskóla fyrir börn starfsfólks þyrfti ég að fara í aðra skoðunarferð til Carlsberg.
Það sem ég vildi sagt hafa er, að til að mynda mér skoðun á hvort rétt sé að fyrirtæki reki leikskóla fyrir börn starfsfólks þyrfti ég að fara í aðra skoðunarferð til Carlsberg.
mánudagur, september 10, 2007
Bara að láta ykkur vita...
...að bloggleysi undanfarinna vikna stafar ekki af því að ekkert hafi verið á seyði hjá hjónakornunum á Tjarnarbóli - heldur þvert á móti. Hér hafa verið gífurlegar annir á báðum vígstöðvum og margt að gerast, enda haustið farið að berja að dyrum og fastir liðir vetrarins smátt og smátt að taka völdin. Annars náðum við í endaðan ágúst að dvelja tvær nætur á Hótel Búðum, það var frábært eins og endranær. Veðrið hefði mátt vera betra en kom svo sem ekki að sök, Búðir eru frábærar hvernig sem viðrar. Við skruppum vestur í Haukadal og náðum í þetta sinn að skoða Eiríksstaði sem var bara virkilega athyglisvert og skemmtilegt. Í fyrra vorum við ekki á ferðinni fyrr en í byrjun september svo við gátum bara skoðað bæinn að utan og minjagripaverslunin var ekki opin, en hún er stórskemmtileg með fallegan og athyglisverðan varning.
Reyndar get ég sagt eina stórfrétt. Haldið þið að það hafi ekki kviknað í hérna á þriðjudagskvöldið í síðustu viku. Sorpgeymslan stóð í ljósum logum, slökkvilið og lögregla mætti á staðinn og það tókst nokkuð fljótt að slökkva, enda hafði sorpið verið tekið daginn áður svo það kraumaði ekki í öllum tunnunum, en auðvitað bráðnuðu þær allar og eyðilögðust. Líklegast hefur þetta verið íkveikja, sem mér finnst miður hugguleg tilhugsun. En við vorum það heppin að þótt loginn stæði upp alla ruslarennuna voru lúgurnar það þéttar að hvorki reykur né sót barst inn í stigaganginn - en þær voru auðvitað orðnar sjóðandi heitar. Daginn eftir komu menn á vegum Sjóvár að þrífa geymsluna, en það verður auðvitað að mála hana áður en hún verður tekin í notkun á ný. Bærinn skaffaði okkur svo svartan plastgám undir sorp og nú verða allir að halda á ruslinu út og koma því þangað.
En nú dugar þetta ekki, best að fara að vinna.
P.S. Ég er alveg hissa á allri umræðunni um nýju símaauglýsinguna, mér þykir hún nefnilega gersamlega húmorslaus og frekar ósmekkleg, en það er langt í frá að mér finnist hún þess virði að láta hana fara í taugarnar á mér.
Reyndar get ég sagt eina stórfrétt. Haldið þið að það hafi ekki kviknað í hérna á þriðjudagskvöldið í síðustu viku. Sorpgeymslan stóð í ljósum logum, slökkvilið og lögregla mætti á staðinn og það tókst nokkuð fljótt að slökkva, enda hafði sorpið verið tekið daginn áður svo það kraumaði ekki í öllum tunnunum, en auðvitað bráðnuðu þær allar og eyðilögðust. Líklegast hefur þetta verið íkveikja, sem mér finnst miður hugguleg tilhugsun. En við vorum það heppin að þótt loginn stæði upp alla ruslarennuna voru lúgurnar það þéttar að hvorki reykur né sót barst inn í stigaganginn - en þær voru auðvitað orðnar sjóðandi heitar. Daginn eftir komu menn á vegum Sjóvár að þrífa geymsluna, en það verður auðvitað að mála hana áður en hún verður tekin í notkun á ný. Bærinn skaffaði okkur svo svartan plastgám undir sorp og nú verða allir að halda á ruslinu út og koma því þangað.
En nú dugar þetta ekki, best að fara að vinna.
P.S. Ég er alveg hissa á allri umræðunni um nýju símaauglýsinguna, mér þykir hún nefnilega gersamlega húmorslaus og frekar ósmekkleg, en það er langt í frá að mér finnist hún þess virði að láta hana fara í taugarnar á mér.