þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Fulltrúar þjóðarinnar
Hvernig getur utanríkisráðherra sagt að fólkið sem flykktist í Háskólabíó í gærkvöldi sé ekki fulltrúar þjóðarinnar? Það hefur aldrei gefist vel að ríkisstjórn sýni kjósendum hroka. "Þið fáið að kjósa eftir tvö ár." Fáum við það? Veit einhver hvernig ástandið verður hér eftir tvö ár ef búið verður að sigla Ísafold endanlega upp enn hættulegra blindsker? Það er freistandi að nota klisjur sem algengar eru þessa dagana.
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Á móti sjálfri sér
Ingibjörg Sólrún segist skilja reiði fólks og ef hún væri ekki sjálf í ríkisstjórn myndi hún mæta í mótmælin. Þýðir þetta ekki að hún sé á móti sjálfri sér? Ég get ekki skilið það öðruvísi.
Við hjónakornin mættum að venju í mótmælin á Austurvelli í gær og manni hlýnar um hjartaræturnar að sjá hvernig fjöldinn eykst stöðugt. Við höfðum engin matvæli með okkur til að fleygja í Alþingishúsið, enda er ljótt að sóa mat þegar kreppan sækir að og maður fleygir ekki óskemmdum mat. Kannski ég ætti að geyma matarafgangana aðeins lengur, leyfa þeim að úldna og fara svo með þá og fleygja í Alþingishúsið. Annars ætti frekar að fleygja í Seðlabankann eða Stjórnarráðið þar sem einu sinni voru geymdir dæmdir glæpamenn en núna sitja þeir þar ódæmdir. Ég var búin að ákveða að mæta með skaftpott og sleif og berja kröftuglega en svo steingleymdi ég því auðvitað og líklega hefði ég ekki haft kjark til að láta illa. Reyndar er ég hrædd um að óánægja fólks fari bráðum að brjótast út í óeirðum. Mótmælin við lögreglustöðina í gær eru held ég bara upphafið. Nú segja sumir að lögreglan hafi varað fólk við áður en piparúðanum var beitt, en ég gat ekki heyrt neinn hrópa "Gas" Gas!" þegar sýnt var frá því í sjónvarpinu. Kannski gasmaðurinn hafi ekki verið á vakt.
Reyndar er ég engu nær um hvað ég myndi kjósa ef efnt yrði til kosninga núna, en ef kosningar yrðu í vor gæfi það flokkunum kost á að skýra markmið sín og málefni og fólk fengi ráðrúm til að velta fyrir sér kostum og göllum viðkomandi stjórnmálahreyfingar.
Meðan ríkisstjórn og aðrir ráðamenn hanga á embættunum eins og hundar á roði getur hins vegar allt gerst og lengi getur vont versnað.
Við hjónakornin mættum að venju í mótmælin á Austurvelli í gær og manni hlýnar um hjartaræturnar að sjá hvernig fjöldinn eykst stöðugt. Við höfðum engin matvæli með okkur til að fleygja í Alþingishúsið, enda er ljótt að sóa mat þegar kreppan sækir að og maður fleygir ekki óskemmdum mat. Kannski ég ætti að geyma matarafgangana aðeins lengur, leyfa þeim að úldna og fara svo með þá og fleygja í Alþingishúsið. Annars ætti frekar að fleygja í Seðlabankann eða Stjórnarráðið þar sem einu sinni voru geymdir dæmdir glæpamenn en núna sitja þeir þar ódæmdir. Ég var búin að ákveða að mæta með skaftpott og sleif og berja kröftuglega en svo steingleymdi ég því auðvitað og líklega hefði ég ekki haft kjark til að láta illa. Reyndar er ég hrædd um að óánægja fólks fari bráðum að brjótast út í óeirðum. Mótmælin við lögreglustöðina í gær eru held ég bara upphafið. Nú segja sumir að lögreglan hafi varað fólk við áður en piparúðanum var beitt, en ég gat ekki heyrt neinn hrópa "Gas" Gas!" þegar sýnt var frá því í sjónvarpinu. Kannski gasmaðurinn hafi ekki verið á vakt.
Reyndar er ég engu nær um hvað ég myndi kjósa ef efnt yrði til kosninga núna, en ef kosningar yrðu í vor gæfi það flokkunum kost á að skýra markmið sín og málefni og fólk fengi ráðrúm til að velta fyrir sér kostum og göllum viðkomandi stjórnmálahreyfingar.
Meðan ríkisstjórn og aðrir ráðamenn hanga á embættunum eins og hundar á roði getur hins vegar allt gerst og lengi getur vont versnað.
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Sönnun
Eftir að hafa lesið forsíðu Fréttablaðsins í dag fékk ég endanlega sönnun fyrir því sem ég hef haldið fram í mörg ár. Ákveðinn áhrifamaður í þjóðfélaginu er haldinn geðveiki.
sunnudagur, nóvember 16, 2008
Endalaus heppni og eðalbókmenntir
Ég hef hingað til talið mig vera heppna og lánsama manneskju og það virðist tilfellið. Nýjasta heppnin er að þessir fáu aurar sem ég hafði ekki eytt í sukk og svínarí og átti eftir á Sjóði 9 hjá Glitni og taldi þess vegna tapaða eru það ekki alveg. Ég hef sem sagt fengið liðlega 85% af þeim inn á einhvern fínan reikning sem heitir Sérkjör eignastýringar Glitnis. Merkilegt nafn á lítt merkilegum reikningi.
Annars hef ég líka verið að lesa eitt og annað, m.a. bókina hans Árna Bergmann, Glíman við Guð. Margt gott í henni og athyglisverðar pælingar um eilífðarmálin.
Eitt sem mér fannst sérlega gott var setning, sem höfð er eftir Einari, trúaða frændanum, í tvennd Árna: "Guð er ekki í kjaftæðinu. " Þar er ég hjartanlega sammála.
Og ég er ekki síður sammála því sem trúlausi frændinn, Sveinn, segir. "Reyndu ekki að útskýra þennan guð þinn fyrir mér með skynsemi. Þú getur alveg eins étið súpu með gaffli." Mér finnst nefnilega bara fínt að sumt sé ofvaxið okkar skilningi.
Og þegar ég hafði lokið bók Árna tók ég til við Óvinafagnað eftir Einar Kárason. Hún er ekki síður athyglisverð - ágætur útdráttur úr Sturlungu - og þar rakst ég á setningu sem mér finnst eiga býsna vel við daginn í dag. Þórður kakali hefur sem sagt dvalið um hríð í Niðarósi við drykkjuskap og kvennafar, peningarnir að heiman á þrotum og með þeim gestrisnin og vinarþelið í hans garð. Þá rennur upp fyrir honum "...að auralaus Íslendingur er eitthvert það ómerkilegasta kvikindi sem menn telja sig þekkja við hirð Noregskonunga." Ætli þannig sé ekki farið með "útrásarvíkingana" okkar í dag? Þeir eiga varla upp á pallborðið við hirðir konunga núna hafi þeir einhvern tíma átt það.
Annars hef ég líka verið að lesa eitt og annað, m.a. bókina hans Árna Bergmann, Glíman við Guð. Margt gott í henni og athyglisverðar pælingar um eilífðarmálin.
Eitt sem mér fannst sérlega gott var setning, sem höfð er eftir Einari, trúaða frændanum, í tvennd Árna: "Guð er ekki í kjaftæðinu. " Þar er ég hjartanlega sammála.
Og ég er ekki síður sammála því sem trúlausi frændinn, Sveinn, segir. "Reyndu ekki að útskýra þennan guð þinn fyrir mér með skynsemi. Þú getur alveg eins étið súpu með gaffli." Mér finnst nefnilega bara fínt að sumt sé ofvaxið okkar skilningi.
Og þegar ég hafði lokið bók Árna tók ég til við Óvinafagnað eftir Einar Kárason. Hún er ekki síður athyglisverð - ágætur útdráttur úr Sturlungu - og þar rakst ég á setningu sem mér finnst eiga býsna vel við daginn í dag. Þórður kakali hefur sem sagt dvalið um hríð í Niðarósi við drykkjuskap og kvennafar, peningarnir að heiman á þrotum og með þeim gestrisnin og vinarþelið í hans garð. Þá rennur upp fyrir honum "...að auralaus Íslendingur er eitthvert það ómerkilegasta kvikindi sem menn telja sig þekkja við hirð Noregskonunga." Ætli þannig sé ekki farið með "útrásarvíkingana" okkar í dag? Þeir eiga varla upp á pallborðið við hirðir konunga núna hafi þeir einhvern tíma átt það.