sunnudagur, mars 29, 2009
Messíasarkomplex
Skyldi fólk loksins hafa sannfærst um andlegt ástand fyrrverandi seðlabankastjóra eftir ræðuna hans á landsfundinum? Ég hélt að þeir sem líktu sér við Jesú Krist væru yfirleitt geymdir í stóru hvítu húsi inn við sundin blá. Sem betur fer er maðurinn ekki lengur í valdastöðu í þjóðfélaginu.
fimmtudagur, mars 12, 2009
Veruleikafirring eða hugsunarleysi?
Ég get ekki gert upp við mig hvort mér finnst þingmaðurinn Kjartan Ólafsson, sem vill selja listaverk bankanna fyrir einhverja milljarða, grátlegur eða hlægilegur. Í fyrsta lagi er auðvitað spurning hverjir gætu keypt listaverk fyrir tugi milljóna núna og í öðru lagi er það spurningin um framboð og eftirspurn. Ég er hrædd um að framboðið yrði meira en eftirspurnin og þar af leiðandi féllu listaverkin í verði (eins og hver önnur hlutabréf). Málið hefur greinilega ekki verið skoðað ofan í kjölinn og sá grunur læðist að mér að viðkomandi hafi ætlað að veiða fáein atkvæði rétt fyrir kosningar hjá lítt hugsandi fólki.
sunnudagur, mars 01, 2009
Alvarlegt minnisleysi
Ég var að hlusta á Egil Helgason ræða við Jón Baldvin áðan. Mikið djöfull fer í taugarnar á mér hvað allir virðst muna lítið eftir hlutverki téðs Jóns Baldvins í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda. Það var nefnilega ekki minnst einu orði á ráðherraferil hans í Viðeyjarstjórninni sem var upphafið að átján ára valdaferli Sjálfstæðismanna - og þar með öfgafrjálshyggjustefnunni.
Ég veit að sumir sem ég þekki muna ekki lengra en tíu ár aftur í tímann en því miður virðist meirihluti þjóðarinnar þjást af enn verra minnisleysi.
Og þótt ég sé ósátt við ákvörðun Ingibjaregar Sólrúnar finnst mér ekki mikil endurnýjun að fá Jón Baldvin sem formann Samfylkingarinnar. En auðvitað kemur mér þetta ekkert við því ég kaus ekki Samfylkinguna síðast og geri það enn síður núna.
Ég veit að sumir sem ég þekki muna ekki lengra en tíu ár aftur í tímann en því miður virðist meirihluti þjóðarinnar þjást af enn verra minnisleysi.
Og þótt ég sé ósátt við ákvörðun Ingibjaregar Sólrúnar finnst mér ekki mikil endurnýjun að fá Jón Baldvin sem formann Samfylkingarinnar. En auðvitað kemur mér þetta ekkert við því ég kaus ekki Samfylkinguna síðast og geri það enn síður núna.