þriðjudagur, janúar 31, 2006
Komið að því
Þá er ég búin að pakka, tek örugglega allt of mikið með eins og alltaf. Taskan er svo til full, það gæti hent sig að Jón kæmi eins og einni flík eða svo í hana til viðbótar. Reyni að koma mér í rúmið ekki seinna en um miðnættið til að ná 4-5 tíma svefni. Við verðum að vakna upp úr klukkan fimm og leggja af stað upp úr sex til að vera mætt upp á flugvöll um sjöleytið. Djöfuls rugl að láta mann mæta tveimur tímum fyrir brottför, allt vegna þess að það þarf að tékka á því hvort maður sé með naglaskæri eða tappatogara í handfarangrinum! Svo veit ég að ég verð eins og draugur allan daginn á morgun. En það verður samt að hafa það, vikufrí er þess virði að spandera einum degi í vanlíðan.
Ekki meira fyrr en að viku liðinni - góðar stundir.
Ekki meira fyrr en að viku liðinni - góðar stundir.
mánudagur, janúar 30, 2006
Taldir dagar
Vonandi eru dagar mínir ekki taldir - en ég er farin að telja niður dagana þar til við förum í fríið.
sunnudagur, janúar 29, 2006
Um Evróvísjón
Er það misskilningur hjá mér eða...
...áttu Geir og Grani besta lagið í gærkvöldi?
...var Brynhildur Guðjónsdóttir förðuð eins og trúður - eða var það lýsingin?
...voru flest lögin hvert öðru lík?
...áttu Geir og Grani besta lagið í gærkvöldi?
...var Brynhildur Guðjónsdóttir förðuð eins og trúður - eða var það lýsingin?
...voru flest lögin hvert öðru lík?
mánudagur, janúar 23, 2006
Heppin að vera ekki löngu dauð!
Það er meira en nóg að gera þessa dagana og lítill tími til að blogga svo þess vegna birti ég þennan pistil sem vinkona mín (aðeins yngri) sendi mér í tölvupósti í dag.
Sjúkket maður, ég er orðin 30 ára (aðeins!). Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið! (eða vorum við bara heppin?) Ég var að spjalla um daginn við vin minn um þá „gömlu góðu daga“ og við komumst að því að fólk sem er eldra en 30 ára ætti í raun að vera dáið.
Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og fyrrihluta 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa lifað af. HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. Sem börn sátum við í bílum án öryggisbeltis og/eða púða. Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman. Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika, við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist. Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið. Við fórum að heiman snemma á morgnana til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat. Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn. Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga! Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, eða tölvuleiki, það voru ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekkert video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsímar, heimilistölvur eða spjallrásir á Internetinu. Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá. Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi? Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og flestir gáfust upp á fyrsta njólanum! Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur. Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta. Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - við stjórnuðum okkur sjálf. Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af. Enginn vissi hvað Rítalín var og enginn bruddi pillur sem barn. Það var farið í þrjúbíó á sunnudögum með popp með sér og kakó á Lybbís-flösku, og Andrés Önd var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum námsmanninum í að fóta sig í Norðurlandamálunum seinna meir. Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi. Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf. Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn og við lifðum af litarefnið í því... OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé ,,okkur sjálfum fyrir bestu“. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.Þetta er bara gott líf er það ekki?
Sjúkket maður, ég er orðin 30 ára (aðeins!). Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið! (eða vorum við bara heppin?) Ég var að spjalla um daginn við vin minn um þá „gömlu góðu daga“ og við komumst að því að fólk sem er eldra en 30 ára ætti í raun að vera dáið.
Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og fyrrihluta 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa lifað af. HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. Sem börn sátum við í bílum án öryggisbeltis og/eða púða. Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman. Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika, við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist. Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið. Við fórum að heiman snemma á morgnana til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat. Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn. Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga! Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, eða tölvuleiki, það voru ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekkert video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsímar, heimilistölvur eða spjallrásir á Internetinu. Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá. Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi? Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og flestir gáfust upp á fyrsta njólanum! Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur. Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta. Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - við stjórnuðum okkur sjálf. Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af. Enginn vissi hvað Rítalín var og enginn bruddi pillur sem barn. Það var farið í þrjúbíó á sunnudögum með popp með sér og kakó á Lybbís-flösku, og Andrés Önd var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum námsmanninum í að fóta sig í Norðurlandamálunum seinna meir. Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi. Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf. Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn og við lifðum af litarefnið í því... OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé ,,okkur sjálfum fyrir bestu“. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.Þetta er bara gott líf er það ekki?
föstudagur, janúar 20, 2006
Mikið var
Loksins, loksins! Við hjónakornin vorum að bóka okkur í vikuferð til Kanaríeyja (Hundaeyjanna) þann 1. febrúar. Ég hefði auðvitað getað hugsað mér að vera í hálfan mánuð, en vinna og kóræfingar leyfa ekki frekara slór og ekki má bóndinn slóra frá vatnslitum og vinnu. Ég er strax farin að hlakka til að liggja í sólinni með tærnar upp í loftið - ef það verður nógu hlýtt. Ég sá í dag að hitinn þar var 19 gráður sem mér finnst nú ekki mikið sem líður alltaf best í kringum 30 gráðurnar. En hvað um það, vika í algerri leti er einmitt það sem við þurfum bæði um þessar mundir og ef það verður sæmilega heitt er það bara bónus. Verst að ég held að Gulla og Dagur komi í bæinn á meðan við verðum úti, en við getum þá bara skilið lyklana eftir hjá Davíð og þau haft íbúðina eins og þau vilja. Við ætlum líka norður í mars að sjá Dag þreyta frumraunina sem Tommi í Kardimommubænum í Freyvangsleikhúsinu og föður hans reyndar líka sem pylsugerðarmanninn. Það er nú meiri sýningarþörfin hjá karlpeningnum í þessari fjðlskyldu - eða getur hugsast að ég sé líka svona? Það er svo sem engin furða að báðir synirnir skuli láta taka eftir sér ef þetta kemur úr báðum ættum. Nú verð ég að vinna eins og hestur til að ljúka verkefnunum sem ég verð að skila áður en ég fer í sólina, en það er líka allt í lagi að vinna eins og hestur þegar góð umbun bíður.
Annars er það að segja að á þessu heimili var enginn súr í dag og enginn súrmatur á borðum. Á bóndadaginn fær bóndinn auðvitað uppáhaldsmatinn sinn sem er ostakótelettur með spagettí og svo fékk ljúfurinn reyndar líka rauðvínslús með matnum. Móðir mín sauð alltaf hangikjöt þennan dag, ef ég man rétt. Henni fannst sjálfsagt að karlpeningurinn á bænum fengi góðan mat en ekki minnist ég þess að karlpeningurinn hafi gert neitt fyrir hana á konudaginn annað en að óska henni til hamingju með daginn. En það er kannski bara misminni - þeir hafa hugsanlega gefið henni frí frá uppvaskinu eða eitthvað og ég er viss um að það hefur verið vel þegið. Það er líka gaman að geta þess að föður mínum, sem var fæddur árið 1894, fannst ekki fyrir neðan sína virðingu að fást við uppþvottinn og ég man að þegar ég var barn og hann var að ljúka uppþvottinum á meðan mamma var að hafa sig til í einhverja uppákomu í sveitinni (afmæli eða eitthvað) að gildur bóndi rak inn nefið og sagði: „Jæja, Magnús minn, svo þú ert bara í kvenmannsverkunum.“ Pabbi lagði frá sér viskastykkið og sagðist nú ekki halda að þetta væri eitthvað minna mikilvægt starf heldur en hvað annað sem til félli á heimilinu. Þegar ég fullorðnaðist þótti mér enn vænna um pabba þegar mér skildist að þetta sjónarmið var síður en svo sjálfsagt hjá körlum af hans kynslóð.
Annað var það ekki að svo stöddu.
Annars er það að segja að á þessu heimili var enginn súr í dag og enginn súrmatur á borðum. Á bóndadaginn fær bóndinn auðvitað uppáhaldsmatinn sinn sem er ostakótelettur með spagettí og svo fékk ljúfurinn reyndar líka rauðvínslús með matnum. Móðir mín sauð alltaf hangikjöt þennan dag, ef ég man rétt. Henni fannst sjálfsagt að karlpeningurinn á bænum fengi góðan mat en ekki minnist ég þess að karlpeningurinn hafi gert neitt fyrir hana á konudaginn annað en að óska henni til hamingju með daginn. En það er kannski bara misminni - þeir hafa hugsanlega gefið henni frí frá uppvaskinu eða eitthvað og ég er viss um að það hefur verið vel þegið. Það er líka gaman að geta þess að föður mínum, sem var fæddur árið 1894, fannst ekki fyrir neðan sína virðingu að fást við uppþvottinn og ég man að þegar ég var barn og hann var að ljúka uppþvottinum á meðan mamma var að hafa sig til í einhverja uppákomu í sveitinni (afmæli eða eitthvað) að gildur bóndi rak inn nefið og sagði: „Jæja, Magnús minn, svo þú ert bara í kvenmannsverkunum.“ Pabbi lagði frá sér viskastykkið og sagðist nú ekki halda að þetta væri eitthvað minna mikilvægt starf heldur en hvað annað sem til félli á heimilinu. Þegar ég fullorðnaðist þótti mér enn vænna um pabba þegar mér skildist að þetta sjónarmið var síður en svo sjálfsagt hjá körlum af hans kynslóð.
Annað var það ekki að svo stöddu.
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Endurtekið efni
Ég bara endurtek - mér finnst rigningin góð.
En svo á víst að fara að kólna aftur um helgina, en vonandi ekki með snjó. Annars er ég löngu hætt að láta veðrið á Íslandi fara í taugarnar á mér. Eins og ég lærði í kraftgöngunni er ekkert til sem heitir vont veður, bara rangur klæðnaður. Og að býsnast yfir veðrinu, sem við getum hvort sem er ekkert breytt, er svona álíka vitlaust og að býsnast yfir flóði og fjöru.
Það var ekki annað sem ég vildi sagt hafa.
En svo á víst að fara að kólna aftur um helgina, en vonandi ekki með snjó. Annars er ég löngu hætt að láta veðrið á Íslandi fara í taugarnar á mér. Eins og ég lærði í kraftgöngunni er ekkert til sem heitir vont veður, bara rangur klæðnaður. Og að býsnast yfir veðrinu, sem við getum hvort sem er ekkert breytt, er svona álíka vitlaust og að býsnast yfir flóði og fjöru.
Það var ekki annað sem ég vildi sagt hafa.
mánudagur, janúar 16, 2006
Snjór
Mér leiðist snjór. Mér finnst rigningin góð.
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Dapurlegt
Það dapurlegasta við þennan sorglega atburð á Ísafirði er að nú verður aldrei hægt að komast til botns í málinu. Aldrei fæst upplýst hvort maðurinn var sekur eða saklaus og drengirnir, hin meintu fórnarlömb, fá aldrei lyktir á sínum málum - hvort sem ásakanir þeirra eru réttar eða ekki. Og hver ber ábyrgð á því? Mér varð flökurt í gær þegar ég sá í blaði haft eftir Jónasi Kristjánssyni að hefði DV ekki fjallað opinskátt um barnaníðinga hefði Telma Ásdísardóttir aldrei getað skrifað Bókina um pabba undir eigin nafni. Ja, svei, ætli það sé ekki frekar umfjöllun og fræðslu Stígamóta að þakka. Ég skrifaði undir þennan umtalaða lista í gær og mótmæli harðlega að um einhverja "massahysteríu" sé að ræða. Þetta atvik var einfaldlega kornið sem fyllti mælinn.
þriðjudagur, janúar 10, 2006
Af matvinnsluvél, menningarlífi og mannvonsku
Af matvinnsluvél.
Laugardagurinn var runninn upp og við hjónakornin sátum með morgunkaffið og blöðin í eldhúsinu þegar eiginmaðurinn rak augun í auglýsingu frá Expert um útrýmingarsölu, hvorki meira né minna. Okkur datt í hug að við gætum kannski fengið þar blandara fyrir spotprís þar sem við höfum verið býsna eljusöm að blanda okkur meinholla heilsudrykki með töfrasprotanum okkar góða. Jæja, við brenndum inn í Skútuvog og jú, viti menn, sjáum við ekki blandara á útsölu fyrir liðlega fimmþúsundkall. Við vorum eitthvað að voka í kringum hann þegar starfsmann verslunarinnar bar þar að og bauð okkur blandarann með enn meiri afslætti, á þrjúþúsundkall sléttan, vegna þess að einhver fingralangur viðskiptavinur hafði hnuplað úr honum hnífnum. Okkur fannst reyndar gersamlega tilgangslaust að kaupa blandara án hnífs þótt þrjúþúsundkall væri sjálfasagt kostaboð. En sem við erum að snúa frá hillunni rek ég augun í matvinnsluvél á kr. 2.990 og spyr starfsmanninn hvort hún geri ekki alveg sama gagn og blandari. „Það fylgir henni reyndar blandari,“ segir þessi ágæti starfsmaður og við festum auðvitað kaup á henni með það sama. „Hvað ætlarðu að gera við matvinnsluvél?“ spurði eiginmaðurinn á leiðinni út í bíl. Ég var fljót til svars: „Vinna mat.“ Það verður samt að viðurkennast að enn sem komið er hefur ekki verið unnið mikið af mat, en hins vegar er búið að vígja blandarann með góðum árangri.
Af menningarlífi.
Yngri sonurinn kom frá Akureyri á laugardagskvöldið. Faðir hans náði rétt að sækja hann á flugvöllinn áður en við hjónin héldum í okkar fínasta pússi í Þjóðleikhúsið að sjá Túskildingsóperuna í boði eldri sonarins. Fín sýning að sjálfsögðu - frábær þýðing og snjallir söngtextar. Varðandi lokaatriðið var ég svolítið í vafa hvað mér fannst en nú er ég hjartanlega sammála því sem Þórdís skrifar á Kistunni: Risastórt gullslegið tippi hlýtur að vera flestum til gleði og ánægju.
Á sunnudeginum drifum við okkur svo að sjá Harry Potter en ég held að ég fari ekki að sjá fleiri Harry Potter myndir - nú er komið meira en nóg.
Af mannvonsku.
Ætli þjóðin sjái nú loksins hvers konar drullublað og sóðasnepill DV er? Ég vissi að það myndi koma að því að þeir dræpu einhvern.
Laugardagurinn var runninn upp og við hjónakornin sátum með morgunkaffið og blöðin í eldhúsinu þegar eiginmaðurinn rak augun í auglýsingu frá Expert um útrýmingarsölu, hvorki meira né minna. Okkur datt í hug að við gætum kannski fengið þar blandara fyrir spotprís þar sem við höfum verið býsna eljusöm að blanda okkur meinholla heilsudrykki með töfrasprotanum okkar góða. Jæja, við brenndum inn í Skútuvog og jú, viti menn, sjáum við ekki blandara á útsölu fyrir liðlega fimmþúsundkall. Við vorum eitthvað að voka í kringum hann þegar starfsmann verslunarinnar bar þar að og bauð okkur blandarann með enn meiri afslætti, á þrjúþúsundkall sléttan, vegna þess að einhver fingralangur viðskiptavinur hafði hnuplað úr honum hnífnum. Okkur fannst reyndar gersamlega tilgangslaust að kaupa blandara án hnífs þótt þrjúþúsundkall væri sjálfasagt kostaboð. En sem við erum að snúa frá hillunni rek ég augun í matvinnsluvél á kr. 2.990 og spyr starfsmanninn hvort hún geri ekki alveg sama gagn og blandari. „Það fylgir henni reyndar blandari,“ segir þessi ágæti starfsmaður og við festum auðvitað kaup á henni með það sama. „Hvað ætlarðu að gera við matvinnsluvél?“ spurði eiginmaðurinn á leiðinni út í bíl. Ég var fljót til svars: „Vinna mat.“ Það verður samt að viðurkennast að enn sem komið er hefur ekki verið unnið mikið af mat, en hins vegar er búið að vígja blandarann með góðum árangri.
Af menningarlífi.
Yngri sonurinn kom frá Akureyri á laugardagskvöldið. Faðir hans náði rétt að sækja hann á flugvöllinn áður en við hjónin héldum í okkar fínasta pússi í Þjóðleikhúsið að sjá Túskildingsóperuna í boði eldri sonarins. Fín sýning að sjálfsögðu - frábær þýðing og snjallir söngtextar. Varðandi lokaatriðið var ég svolítið í vafa hvað mér fannst en nú er ég hjartanlega sammála því sem Þórdís skrifar á Kistunni: Risastórt gullslegið tippi hlýtur að vera flestum til gleði og ánægju.
Á sunnudeginum drifum við okkur svo að sjá Harry Potter en ég held að ég fari ekki að sjá fleiri Harry Potter myndir - nú er komið meira en nóg.
Af mannvonsku.
Ætli þjóðin sjái nú loksins hvers konar drullublað og sóðasnepill DV er? Ég vissi að það myndi koma að því að þeir dræpu einhvern.
sunnudagur, janúar 08, 2006
Önnur myndaprufa
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Nýársreiði - og íhaldssemi.
Það verður að segjast eins og er að mér finnst lítið leggjast fyrir biskupinn okkar þegar hann segir að það fari með hjónabandið á sorphaugana ef samkynhneigt fólk fær rétt til að ganga í hjónaband í kirkju. Lifum við ekki á 21. öldinni eða hvað? Mér sjálfri finnst mér ég ekkert minna gift mínum manni og engin vanhelgun á því hjónabandi að einhverjir eða einhverjar af sama kyni gangi í hjónaband frammi fyrir Guði. Eiginlega er ég svo reið að ég vil ekki segja meira um þetta mál í bili svo ég sjái ekki eftir neinu seinna.
Annars voru jólin og áramótin okkar alveg frábær, fastir liðir eins og vanalega og ekki breytt út af neinu. Ég hef fyrir löngu komist að því að ég er íhaldssamari en allt sem íhaldssamt er hvað jóla- og áramótahefðir varðar. Nema að einu leyti. Eftir veiðibannið á rjúpunni gerðum við ýmsar tilraunir með jólamatinn og einu sinni keyptum við skoskar rjúpur, sem voru svo sem ágætar en íslenska lyngbragðið vantaði alveg af bringunum. Við vorum nefnilega fyrir löngu farin að snöggsteikja bringurnar en sjóða leggina og allt hitt í góða sósu. Núna vorum við með krónhjartarsteik á aðfangadagskvöld sem var alveg rosalega góð, meira að segja unglingarnir vildu fá aftur á diskinn. Og á gamlárskvöld var það kengúrufillet, marinerað í smátíma með villikryddi, brúnað á pönnu og svo smátíma í ofninn. Þvílíkt sælgæti. Jólatréð skal vera á sínum stað og allar hefðirnar til staðar en ég er alveg til í að prófa nýtt í matargerð. Kannski af því að mér finnst gaman að laga mat og við hjónin lendum sárasjaldan í því að maturinn sem við eldum sé ekki góður. Ég er samt ekki farin að skipta súpunni og heimatilbúna jólaísnum út fyrir annað.
Annars voru jólin og áramótin okkar alveg frábær, fastir liðir eins og vanalega og ekki breytt út af neinu. Ég hef fyrir löngu komist að því að ég er íhaldssamari en allt sem íhaldssamt er hvað jóla- og áramótahefðir varðar. Nema að einu leyti. Eftir veiðibannið á rjúpunni gerðum við ýmsar tilraunir með jólamatinn og einu sinni keyptum við skoskar rjúpur, sem voru svo sem ágætar en íslenska lyngbragðið vantaði alveg af bringunum. Við vorum nefnilega fyrir löngu farin að snöggsteikja bringurnar en sjóða leggina og allt hitt í góða sósu. Núna vorum við með krónhjartarsteik á aðfangadagskvöld sem var alveg rosalega góð, meira að segja unglingarnir vildu fá aftur á diskinn. Og á gamlárskvöld var það kengúrufillet, marinerað í smátíma með villikryddi, brúnað á pönnu og svo smátíma í ofninn. Þvílíkt sælgæti. Jólatréð skal vera á sínum stað og allar hefðirnar til staðar en ég er alveg til í að prófa nýtt í matargerð. Kannski af því að mér finnst gaman að laga mat og við hjónin lendum sárasjaldan í því að maturinn sem við eldum sé ekki góður. Ég er samt ekki farin að skipta súpunni og heimatilbúna jólaísnum út fyrir annað.