föstudagur, maí 26, 2006
Á morgun
Það er kominn verulegur ferðahugur í mína. Á morgun leggjum við Ella í hann til Danaveldis þar sem við munum dvelja ásamt Vallý, hinni frábæru vinkonu okkar, í einhverjum meiri háttar sumarbústað á suðaustur Jótlandi. Það verður ekki leiðinlegt.
Nýjustu fréttir af jósku veðri er að það sé svona og svona, sólarglæta á milli skúra, 10 - 15 stiga hiti en "doldið" rok. Myndi maður ekki bara kalla þetta ásættanlegt hér á Fróni? Þá er bara að pakka niður einhverju hlýju og muna eftir góða skapinu. (Eins og það sé nokkur hætta á að það gleymist? Held nú síður.) En ég mun sem sagt ekki blogga meira fyrr en ég kem heim aftur - nema ég rekist einhvers staðar inn á netkaffi sem ég tel allsendis óvíst.
Ég tek það fram að ég ætla að kjósa áður en ég fer og væntanlega fara í sund. Sundlaugin hér á Seltjarnarnesi var nefnilega opnuð í dag eftir gagngerar breytingar, korteri fyrir kosningar - eða eiginlega bara fimm mínútum fyrir þær. Það er varla hægt annað en að brosa, en mikið hefur maður nú saknað hennar í þessa tæpu 7 mánuði þótt Kópavogslaugin gamla sé svo sem ágæt. Við hjónin bleyttum í okkur áðan. Það var ósköp indælt en bara þvílíkt mikið af krökkum að það lítið hægt að synda. Ýmsilegt er eftir að fínpússa og gufubaðið á bakkanum ekki opið, en ég hafði hlakkað mikið til að fara í það eftir að skoða herlegheitin í gær.
Annars er það ekki meira að sinni. Góðar stundir þar til næst!
Nýjustu fréttir af jósku veðri er að það sé svona og svona, sólarglæta á milli skúra, 10 - 15 stiga hiti en "doldið" rok. Myndi maður ekki bara kalla þetta ásættanlegt hér á Fróni? Þá er bara að pakka niður einhverju hlýju og muna eftir góða skapinu. (Eins og það sé nokkur hætta á að það gleymist? Held nú síður.) En ég mun sem sagt ekki blogga meira fyrr en ég kem heim aftur - nema ég rekist einhvers staðar inn á netkaffi sem ég tel allsendis óvíst.
Ég tek það fram að ég ætla að kjósa áður en ég fer og væntanlega fara í sund. Sundlaugin hér á Seltjarnarnesi var nefnilega opnuð í dag eftir gagngerar breytingar, korteri fyrir kosningar - eða eiginlega bara fimm mínútum fyrir þær. Það er varla hægt annað en að brosa, en mikið hefur maður nú saknað hennar í þessa tæpu 7 mánuði þótt Kópavogslaugin gamla sé svo sem ágæt. Við hjónin bleyttum í okkur áðan. Það var ósköp indælt en bara þvílíkt mikið af krökkum að það lítið hægt að synda. Ýmsilegt er eftir að fínpússa og gufubaðið á bakkanum ekki opið, en ég hafði hlakkað mikið til að fara í það eftir að skoða herlegheitin í gær.
Annars er það ekki meira að sinni. Góðar stundir þar til næst!
sunnudagur, maí 21, 2006
Fjögur brúðkaup og jarðarför
Nei, ekki aldeilis. Tvær jarðarfarir og Júróvísjón. Mér finnst fullmikið að fara í tvær jarðarfarir í sömu vikunni, en svona er nú lífið - eða dauðinn öllu heldur. En hvort tveggja var þetta fullorðið fólk og bæði illa farin af slæmum sjúkdómum. En vonandi verður ekki meira um jarðarfarir í fjölskyldunni og vinahópnum á næstunni. Og hvað Júróvísjón varðar valdi ég frekar að sjá og heyra Miriam Makeba á Listahátíð en að fylgjast með Júróvísjón í sjónvarpinu. Eiginmaðurinn horfði ekki heldur og vissi ekkert hvaða þjóð hafði sigrað þegar ég kom heim og spurði. Gátan leystist þó þegar farið var að halla í miðnætti og síminn hringdi óvænt. Skemmtilega frændfólkið var uppi í Munaðarnesi og búið að fá sér nokkur tár í annan fótinn þegar það mátti til með að heyra aðeins í Siggu frænku. Það gat svo upplýst mig um að Lordi hefði sigrað, sem ég reyndar trúði ekki í fyrstu, en þegar tekist hafði að sannfæra mig munaði engu að ég stigi villtan dans um íbúðina, en gat stillt mig sakir minnar meðfæddu háttprýði. Atkvæði okkar féllu svo 2:1 um að Sylvía Nótt er þvottekta international superstar - henni í vil að sjálfsögðu! Getur ekki komið fyrir alla að fara aðeins yfir strikið - við sjáum nú bara Eyþór Arnalds.
fimmtudagur, maí 18, 2006
Sylvía sigurvegari
Mikið vona ég að Sylvía Nótt missi ekki móðinn þrátt fyrir hrakfarir í undankeppninni. Hún er jú, auðvitað, hinn eini, sanni sigurvegari þrátt fyrir allt, alltaf sjálfri sér samkvæm og alger glamúrgella! En auðvitað er fólk sem tekur svona keppni alvarlega eins og Biblíuna (eða Kóraninn eða eitthvað) svo hrikalega húmorslaust lið að það fattar vitaskuld ekki djókið. Enda hef ég svo sem rekið mig á ófáa samlanda, sem ekki hafa enn fattað það! "Ó, Guð! Það er til háborinnar skammar að senda þetta í Júróvísjón!" Ekki meira um það að sinni. Ég er bara ánægð með að Lordi komst áfram og sömuleiðis lagið frá Bosníu - sem mér fannst það besta.
Góðar stundir.
Góðar stundir.
sunnudagur, maí 14, 2006
Tónleikar í Reykholti
Gærdagurinn var í alla staði frábær. Veðrið eins og best var á kosið og Reykholt skartaði sínu fegursta. Það var auðvitað farið að æfa strax og við komum upp eftir - Freyjukonur voru mættar á staðinn og tóku á móti okkur. Klukkan hálftvö var svo gert hlé og eftir dýrðarinnar hádegisverð á hótelinu fóru sumar að skoða sig um og aðrar að hvíla sig, en ég og fleiri skelltum okkur í heitu pottana. Við höfðum 2 stór herbergi á hótelinu og þar voru hnausþykkir frottésloppar, handklæði og inniskór í hrönnum og þetta var mikill lúxus. Eftir að hafa snurfunsað okkur og skellt okkur í kórbúningana var smáæfing í kirkjunni og svo hófust tónleikarnir klukkan fimm. Borgfirðingar eru greinilega söng- og tónlistarunnendur því kirkjan var stútfull. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að hljómburðurinn í kirkjunni er frábær. Tónleikarnir tókust nokkuð vel, við klúðruðum reyndar einu fallegasta laginu, en svo fengum við að taka það sem aukalag og þá sungum við eins og englar. Ég hélt að vísu að enginn hefði klúðrað þessu nema ég, en á eftir sagði Magga að allur 2. sópran hefði verið úti að aka. Það skýrir hvers vegna ég heyrði ótal raddir í kringum mig sem engin söng það sama! Eftir tónleikana var haldið að Fossatúni þar sem snæddur var rosalega góður kvöldverður og mikið sungið og hlegið. Heimferðin gekk tíðindalaust og ykkar einlæg var komin í rúmið og búin að breiða yfir sig um eittleytið. Hélt reyndar í morgun að ég hefði kannski átt að drekka einu hvítvínsglasi minna í Fossatúni en eftir hressilegan sundsprett var heilsan orðin ljómandi góð. Og konur sem komnar eru á sjötugsaldur kunna auðvitað að fara með vín.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Fréttafæð eða hvað?
Mér finnst dapurlegt að sjá fréttirnar frá réttarhaldinu vegna sjóslyssins sem varð hérna á sundunum í fyrrahaust þar sem tvær manneskjur létu lífið. Varðar almenning virkilega svona mikið um þetta? Þarna varð einfaldlega mannlegur harmleikur og öllum þeim sem eiga um sárt að binda hlýtur að líða ennþá verr fyrir bragðið. Oj, bara.
En kannski er bara svona lítið að gerast í þjóðfélaginu núna þótt ekki sé nema rúmur hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga. Og talandi um sveitarstjórnarkosningar finnst mér flott hjá mínum gömlu sveitungum að útbýta bara því sem til er í sjóði fyrir sameininguna. Ég gleðst heilshugar með Skilmenningum að fá sex hundruð þúsund kall í vasann - reyndar ekki í vasann heldur í úttekt í BYKO til að geta flikkað upp á fasteignirnar - sem, bæ ðe vei, líta allflestar þokkalega vel út svona frá þjóðveginum séð. En hvað fréttafæðina snertir hlýtur eitthvað jákvætt að vera að gerast ef vel er að gáð, en það er víst því miður ekki lengur til siðs að flytja jákvæðar fréttir nema í algeru lágmarki. Þegar ég vann á ónefndri sjónvarpsstöð stakk ég upp á því því við ónefndan fréttastjóra (sem reyndar er orðinn útvarpsstjóri núna) að prófa að flytja bara jákvæðar fréttir svona eitt kvöld. Honum fannst þetta virkilega athyglisverð uppástunga en brosti svo og spurði: En, Sigga mín, hvað ef það verður nú stórslys eða hamfarir einhvers staðar?
En kannski er bara svona lítið að gerast í þjóðfélaginu núna þótt ekki sé nema rúmur hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga. Og talandi um sveitarstjórnarkosningar finnst mér flott hjá mínum gömlu sveitungum að útbýta bara því sem til er í sjóði fyrir sameininguna. Ég gleðst heilshugar með Skilmenningum að fá sex hundruð þúsund kall í vasann - reyndar ekki í vasann heldur í úttekt í BYKO til að geta flikkað upp á fasteignirnar - sem, bæ ðe vei, líta allflestar þokkalega vel út svona frá þjóðveginum séð. En hvað fréttafæðina snertir hlýtur eitthvað jákvætt að vera að gerast ef vel er að gáð, en það er víst því miður ekki lengur til siðs að flytja jákvæðar fréttir nema í algeru lágmarki. Þegar ég vann á ónefndri sjónvarpsstöð stakk ég upp á því því við ónefndan fréttastjóra (sem reyndar er orðinn útvarpsstjóri núna) að prófa að flytja bara jákvæðar fréttir svona eitt kvöld. Honum fannst þetta virkilega athyglisverð uppástunga en brosti svo og spurði: En, Sigga mín, hvað ef það verður nú stórslys eða hamfarir einhvers staðar?
laugardagur, maí 06, 2006
Heilmikið fjör
Það er svo mikið að gera hjá mér núna í söng og selskapslífi að ég hef varla tíma til nokkurs annars. Tónleikarnir um síðustu helgi voru mjög vel heppnaðir, sérstaklega þeir seinni þegar við vorum búnar að syngja okkur vel saman í öllum kórunum. Reyndar var ég með all svakalegt kvef, en komst þó stórslysalaust í gegnum prógrammið og mér leið reyndar betur á seinni tónleikunum. Núna áðan vorum við að syngja á styrktartónleikunum Neyðarhjálp úr norðri, tókum bara fáein lög en fengum góðar viðtökur. Það var annars leiðinlegt að sjá að Loftkastalinn var ekki fullur, ég hefði viljað sjá þarna myndarlega söfnun. Hitt er svo annað mál að á þessum árstíma eru endalausir tónleikar um alla borg og fólk getur ekki verið alls staðar. Það voru reyndar ótal frábærir listamenn þarna í Loftkastalanum - en við vorum síðast á dagskránni svo ég heyrði ekki í neinum nema Snorra Idoli - hann var auðvitað ágætur, hann hefur eitthvað svo sérkennilega gamaldags rödd finnst mér. Á morgun er svo bekkjarsammenkomst, það verður gaman að hittast, sérstaklega að sjá sjúklingana okkar en mér skilst að þær séu allar á góðum batavegi. Um næstu helgi eru svo tónleikar í Reykholti á laugardaginn með Freyjukórnum. Við leggjum af stað úr bænum klukkan níu um morguninn og komum ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Og í ofanálag er ég með óteljandi verkefni sem áttu að vera tilbúin "helst í gær". Og ég þarf líka að vinna fram í tímann því nú eru bara þrjár vikur í Danmerkurferðina og þegar ég kem heim úr henni hef ég bara tvær vikur heima áður en haldið verður til Ítalíu. Áður en ég fer til Danmerkur þarf ég að vera búin að klára allt fram í miðjan júní og þegar ég kem heim þarf ég á þessum hálfa mánuði helst að klára verkefni fram í miðjan júlí. Úff!
miðvikudagur, maí 03, 2006
Hún á afmæli í dag!
Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Sigga,
hún á afmæli í dag!
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Sigga,
hún á afmæli í dag!