mánudagur, ágúst 29, 2005
Ráðvillt
Í dag fékk ég atvinnutilboð sem mér fannst ég fyrst ekki geta gengið að en svo fór mér að finnast ég ekki geta hafnað því. Þetta myndi hafa í för með sér umtalsverða tekjuaukningu en ég er alveg dauðhrædd við að skuldbinda mig í ákveðinn tíma eftir að hafa ráðið mér sjálf í 15 ár. Annars er þetta í raun viðbót við núverandi verkefni og ég veit ekki hvort ég get bætt meiru á mig. Kannski dreymir mig í nótt hvað ég á að gera. Verð að ákveða mig á morgun.
Það er útlit fyrir Snæfellsnesferð seinnipart vikuknnar - vonandi að hann hangi þurr!
Það er útlit fyrir Snæfellsnesferð seinnipart vikuknnar - vonandi að hann hangi þurr!
Örstutt fjölmiðlarýni
Í gærkvöldi datt ég óvart í að horfa á hestamannaþáttinn Kóngur um stund í Ríkissjónvarpinu. Þátturinn var reyndar líklega hálfnaður þegar ég hóf áhorfið en þarna var verið að tala við einhvern íslenskan hestamann búsettan í Danmörku og ég verð að segja að mér ofbauð karlremban og bjargarleysið í þessum unga manni - hélt að þetta heyrði sögunni til. Maðurinn gat sem sagt hvorki þvegið af sér fötin eða eldað ofan í sig mat og þegar mikið lá við kallaði hann til danska og ófríska, að ég held kærustu sína, til að bjarga málunum og vandaði íslenskum konum hreint ekki kveðjurnar, þessar dönsku væru nú miklu betri. Hitt er svo annað mál að maðurinn hugsaði afburðavel um hestana sína og þótti auðsjáanlega vænt um þá. Mikið vildi ég frekar vera hesturinn hans en konan hans, en þó helst hvorugt!
Og núna með morgunkaffinu las ég þessa gullvægu setningu í Mogganum:
„Það er öllum ljóst sem hafa einhvern tíma klifrað upp á Stjórnarráðið að þakið er í hörmulegu ástandi, hellur eru lausar og þaksperran er sýnileg beru auga.“ Jahá, þetta vita auðvitað allir þeir fjölmörgu sem klifrað hafa upp á Stjórnarráðið!
Ég verð að viðurkenna að mótmælendur eiga samúð mína en er ekki nokkuð seint í rassinn gripið núna? Hvar var allt þetta fólk fyrir einu og hálfu ári þegar eitthvað hefði hugsanlega verið hægt að gera í málunum?
Og núna með morgunkaffinu las ég þessa gullvægu setningu í Mogganum:
„Það er öllum ljóst sem hafa einhvern tíma klifrað upp á Stjórnarráðið að þakið er í hörmulegu ástandi, hellur eru lausar og þaksperran er sýnileg beru auga.“ Jahá, þetta vita auðvitað allir þeir fjölmörgu sem klifrað hafa upp á Stjórnarráðið!
Ég verð að viðurkenna að mótmælendur eiga samúð mína en er ekki nokkuð seint í rassinn gripið núna? Hvar var allt þetta fólk fyrir einu og hálfu ári þegar eitthvað hefði hugsanlega verið hægt að gera í málunum?
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Sammála
Ég er sammála konunni sem ég hlustaði á í útvarpinu í morgun.
Hún sagði að það væri gott að anda í dag.
Hún sagði að það væri gott að anda í dag.
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Ýmist of eða van og kisusaga
Þar kom að því. Ég hef lítið haft að gera í þrjár vikur og nú er ég á kafi upp fyrir haus í verkefnum! Það er svo sem alveg ágætt, en í næstu viku langar okkur að Búðum í afslöppun og lúxus. Það verður áreiðanlega í lagi, ég hlýt að komast burt.
Aðrar fréttir eru þær að fósturdóttirin hún Kisa er farin heim til sín. Reyndar hélt ég að hún yrði hjá okkur fram að helgi, ég hélt að Mexíkófarinn kæmi ekki heim fyrr en á morgun en hef eitthvað ruglast því hann kom heim í fyrrinótt. Lenti auðvitað í kaosinu á Heathrow á leiðinni til Mexíkó og varð að fara í gegnum USA daginn eftir. Var svo handtekinn við komuna þangað af því hann var bara með gamla, góða passann, enga tölvurönd, enda var aldrei ætlunin að fara um Bandaríkin. En hvað um það, honum var hleypt áfram eftir fjóra tíma þegar í ljós kom að hann var ekki hættulegur hryðjuverkamaður og er nú kominn heim og búinn að sækja Kisu sína. Við tókum íbúðina vel í gegn í dag og þegar við tókum stofusófann fram til að þrífa undir honum kom í ljós að Kisa blessunin hafði farið býsna illa með hann, komist undir áklæðið undir honum, eyðilagt rennilásinn sem heldur því saman og var búin að klóra fyllinguna úr honum allrækilega. En hvað um það, við klöstruðum þessu saman og gengum þannig frá að hún kæmist ekki aftur til að gera þetta og það sem hún varð spæld þegar hún uppgötvaði það! Það var auðvitað ansi seint að laga þetta daginn sem hún fór en hún getur þá ekkert gert af sér ef hún kemur einhvern tíma aftur - eins og henni er auðvitað velkomið, hún er að verða eins og eitt barnabarnanna.
Aðrar fréttir eru þær að fósturdóttirin hún Kisa er farin heim til sín. Reyndar hélt ég að hún yrði hjá okkur fram að helgi, ég hélt að Mexíkófarinn kæmi ekki heim fyrr en á morgun en hef eitthvað ruglast því hann kom heim í fyrrinótt. Lenti auðvitað í kaosinu á Heathrow á leiðinni til Mexíkó og varð að fara í gegnum USA daginn eftir. Var svo handtekinn við komuna þangað af því hann var bara með gamla, góða passann, enga tölvurönd, enda var aldrei ætlunin að fara um Bandaríkin. En hvað um það, honum var hleypt áfram eftir fjóra tíma þegar í ljós kom að hann var ekki hættulegur hryðjuverkamaður og er nú kominn heim og búinn að sækja Kisu sína. Við tókum íbúðina vel í gegn í dag og þegar við tókum stofusófann fram til að þrífa undir honum kom í ljós að Kisa blessunin hafði farið býsna illa með hann, komist undir áklæðið undir honum, eyðilagt rennilásinn sem heldur því saman og var búin að klóra fyllinguna úr honum allrækilega. En hvað um það, við klöstruðum þessu saman og gengum þannig frá að hún kæmist ekki aftur til að gera þetta og það sem hún varð spæld þegar hún uppgötvaði það! Það var auðvitað ansi seint að laga þetta daginn sem hún fór en hún getur þá ekkert gert af sér ef hún kemur einhvern tíma aftur - eins og henni er auðvitað velkomið, hún er að verða eins og eitt barnabarnanna.
mánudagur, ágúst 22, 2005
Smáþras
Í gamla daga var manni kennt að trúa ekki lygunum í Morgunblaðinu en það var samt altént hægt að treysta því að þær væru skrifaðar á réttu, íslensku máli. Nú er það ekki lengur hægt. Ég var að lesa ágæta grein um Grænland og skákmót Hróksins í Sunnudagsmogganum en í henni var alltaf talað um tréhús. Fyrst hélt ég að um væri að ræða það sem ég held að sé kallað trjáhýsi, þ.e. smákofa sem byggður er uppi í tré fyrir börn að leika sér í, en mér fannst heldur ótrúlegt að það væru svo stór tré á Grænlandi. Við nánari skoðun kom líka í ljós að um var að ræða það sem á íslensku kallast timburhús! Hvers vegna í ósköpunum er hætt að prófarkalesa dagblöðin? Veit það einhver?
sunnudagur, ágúst 21, 2005
Menningarnótt
Þá er menningarnótt afstaðin. Það var úr svo mörgu að velja að flest fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Við hjónakornin mættum í bæinn um tvöleytið til að vera við opnun sýningar Sólveigar Hólmarsdóttur hjá Sævari Karli (hún er alveg meiriháttar mögnuð). Þegar eiginmaðurinn var búinn að kvikmynda og ljósmynda öll herlegheitin í bak og fyrir röltum við okkur niður í bæ að líta á mannlífið. Auður Haralds kallar víst Lækjartorg vindasamasta torg í veröldinni og ég held svo sannarlega að það sé alveg rétt. Við vorum svo klók að fara á Segafredo og sitja þar við borð sem var eiginlega bæði úti og inni - ljómandi gott fyrirkomulag að öðru leyti en því að fólk virtist almennt halda að við sætum í dyrunum og ég var orðin svolítið fúl að þurfa í sífellu að benda því á að það væru aðrar dyr á staðnum. Þetta lofaði allt saman góðu en eftir að hafa litið inn á nokkra staði héldum við aftur heim. Ég mætti svo í Domus Vox kl. 18.30 þar sem við sungum stanslaust í tvo tíma. Gospelsystur mættu alls ekki vel en það var vel mætt úr Vox Feminae og nokkuð vel úr Stúlknakór Reykjavíkur. Eftir sönginn röltum við fimm saman áleiðis í miðbæinn - sáum að klukkan tíu átti að hefjast „dúndrandi New Orleans“ stemming á Kaffi Vín á Laugavegi 23 en þegar að Laugavegi 23 kom sáust þar ekki nokkur merki um kaffihús svo við röltum okkur áfram. Á móts við Bankastrætið var ösin svo mikil að við gáfumst upp og löbbuðum upp eftir aftur og komum auga á laust borð á Tuttugu og tveimur og settumst þar inn smástund. Gerðum svo aðra tilraun til að komast í bæinn sem tókst stórslysalaust en þá vorum við reyndar bara þrjár eftir. Hinar tvær sem með mér voru ætluðu að ná í restina á tónleikunum við höfnina en ég ákvað að rölta upp á Landakotshæð og biðja minn heittelskaða að sækja mig þangað. En þegar þangað var komið fannst mér miklu sniðugra að labba bara alla leið heim. Auðvitað fór svo að rigna á mig og þegar ég var komin á Nesveginn var komin hellirigning. Ég lét það samt ekki aftra mér frá því að standa þar alein og horfa á flugeldasýninguna svo ég var eins og hundur af sundi dreginn þegar ég kom heim. Fór síðan snemma í rúmið og svaf frameftir í morgun.
Við komumst ekki til að horfa á Dag Arinbjörn keppa í siglingum í gær, en ég reyndi að hringja í hann gærkvöldi til að athuga hvernig honum hefði gengið en fékk bara samband við talhólfið hans. Svo hringdi vinurinn þegar ég var á gangi á Landakotshæðinni og haldið þið ekki að hann hafi lent í öðru sæti á mótinu. Sem sagt, ég er amma næstbesta Optimistasiglara Íslands í hans aldursflokki! Hann var auðvitað mjög glaður og ánægður með frammistöðuna.
Þegar á allt er litið var þetta hin besta menningarnótt en af hverju er þetta ekki frekar kallað menningardagur þar sem dagskráin stendur í tólf tíma, frá kl. 11 að morgni til kl. 23 að kvöldi?
Ég bara spyr.
Við komumst ekki til að horfa á Dag Arinbjörn keppa í siglingum í gær, en ég reyndi að hringja í hann gærkvöldi til að athuga hvernig honum hefði gengið en fékk bara samband við talhólfið hans. Svo hringdi vinurinn þegar ég var á gangi á Landakotshæðinni og haldið þið ekki að hann hafi lent í öðru sæti á mótinu. Sem sagt, ég er amma næstbesta Optimistasiglara Íslands í hans aldursflokki! Hann var auðvitað mjög glaður og ánægður með frammistöðuna.
Þegar á allt er litið var þetta hin besta menningarnótt en af hverju er þetta ekki frekar kallað menningardagur þar sem dagskráin stendur í tólf tíma, frá kl. 11 að morgni til kl. 23 að kvöldi?
Ég bara spyr.
föstudagur, ágúst 19, 2005
Kveðja og fleira
Imma frænka var kvödd í dag. Ég kveið fyrir jarðarförinni, hélt að hún yrði óskaplega erfið en raunin var önnur. Athöfnin alveg eins og hún hefði skipulagt hana sjálf (reyndar var hún búin að ákveða ýmsilegt) og um tíma fannst mér ég sjá hana í anda brosandi yfir öllu saman. Í erfidrykkjunni var síðan leikinn hugljúfur jass og þetta var virkilega góð stund. Það er ótrúlegt hvað sumt fólk er sterkt þegar á reynir. Sofðu nú rótt, elsku Imma mín, þú gleymist aldrei.
Og síðan fórum við að sjá sonarson nr. 2 keppa í siglingum í Hafnarfjarðarhöfn. Gallinn var að ég hélt að þetta væri flott siglingamót (landsmót) með keppnisskrá og aðstöðu fyrir áhorfendur en það var sko alls ekki raunin. Við horfðum á eina keppni en þar sem við vorum ekki með sjónauka og vissum ekkert með hverjum við áttum að halda ákváðum við að fara heim við svo búið. Ég hringdi svo í drenginn þegar við vorum komin heim og haldið þið að það hafi ekki verið stímt svo illa á hann að dallurinn sökk undan honum! En það verður önnur keppni á morgun að ætli maður reyni ekki að mæta með sjónauka og nánari upplýsingar um númer á segli eða nafn á bát. Ástæðan fyrir því að við fórum svona snemma var að við heyrðum í útvarpinu að Nóatún bauð upp á lambakjöt af nýslátruðu og festum við kaup á hálfu læri og hálfum framparti. Lærið var síðan steikt og snætt í nýja, fallega borðkróknum okkar, með soðnum kartöflum, gufusoðnu blómkáli og brokkólí og himneskri sósu. Vel á minnst, nýi, fallegi borðkrókurinn er eins og klipptur út úr bæklingi frá Lauru Ashley. Nýtt veggfóður, plattarnir komnir upp á vegg og glænýr skápur undir ýmiskonar drasl, sem ekki er drasl þegar það hefur fengið samastað.
En nú er það ekki meira í bili. Gleðilega menningarnótt á morgun - það verður opið hús í Domus Vox, gengið inn frá Vitastíg inn í portið. Mikill söngur og voða, voða gaman!
Og síðan fórum við að sjá sonarson nr. 2 keppa í siglingum í Hafnarfjarðarhöfn. Gallinn var að ég hélt að þetta væri flott siglingamót (landsmót) með keppnisskrá og aðstöðu fyrir áhorfendur en það var sko alls ekki raunin. Við horfðum á eina keppni en þar sem við vorum ekki með sjónauka og vissum ekkert með hverjum við áttum að halda ákváðum við að fara heim við svo búið. Ég hringdi svo í drenginn þegar við vorum komin heim og haldið þið að það hafi ekki verið stímt svo illa á hann að dallurinn sökk undan honum! En það verður önnur keppni á morgun að ætli maður reyni ekki að mæta með sjónauka og nánari upplýsingar um númer á segli eða nafn á bát. Ástæðan fyrir því að við fórum svona snemma var að við heyrðum í útvarpinu að Nóatún bauð upp á lambakjöt af nýslátruðu og festum við kaup á hálfu læri og hálfum framparti. Lærið var síðan steikt og snætt í nýja, fallega borðkróknum okkar, með soðnum kartöflum, gufusoðnu blómkáli og brokkólí og himneskri sósu. Vel á minnst, nýi, fallegi borðkrókurinn er eins og klipptur út úr bæklingi frá Lauru Ashley. Nýtt veggfóður, plattarnir komnir upp á vegg og glænýr skápur undir ýmiskonar drasl, sem ekki er drasl þegar það hefur fengið samastað.
En nú er það ekki meira í bili. Gleðilega menningarnótt á morgun - það verður opið hús í Domus Vox, gengið inn frá Vitastíg inn í portið. Mikill söngur og voða, voða gaman!
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Leiðindi
Mér dauðleiðist. Hef ekkert haft að gera í hálfan mánuð og þessi vika verður þannig líka. Og það er ekki svo gott að við komumst á Búðir í þessari viku - sýnist mér allavega núna, við yrðum þá að fara á morgun og koma til baka á föstudaginn. Ég er að reyna að manna mig upp í að fara í gegnum fataskápinn, henda sumu, fara með annað í Rauða krossinn og sjá svo hvað það verður mikið pláss hjá mér þegar það er búið. Annars ætlum við að fara að taka eldhúsið í gegn, fórum í gær í Lauru Ashley og keyptum veggfóður (ofsalega sætt) svo nú verður fjandans brúna litnum í borðkróknum útrýmt. Mér finnst verst að eldhúsgardínurnar sem ég saumaði þegar við fluttum hér inn í annað sinn passa eiginlega ekki lengur þegar uppdubbunin verður búin. Við sjáum nú til. Ég á líka aðrar síðan við bjuggum hérna í den tid sem ég held að séu meira í stíl við veggfóðrið.
Meira hvað ég get röflað þegar ég hef ekkert annað fyrir stafni!
Meira hvað ég get röflað þegar ég hef ekkert annað fyrir stafni!
mánudagur, ágúst 15, 2005
Og hvað með það?
Hvað með það þótt slitni upp úr R-lista samstarfinu? Mér finnst hið besta mál að flokkarnir bjóði fram hver í sínu lagi og uppskeri samkvæmt fylgi hvers og eins. Satt að segja hefur mér fundist málamiðlanirnar býsna margar og meingallaðar og einhvern veginn hefur hvert klúðrið rekið annað undanfarin tvö ár. Auðvitað eru einhver atkvæði sem nýtast ekki þegar hver býður fram fyrir sig en það verður bara að hafa það! Það er ekki hægt að fórna öllu fyrir atkvæði. Annars kemur mér þetta auðvitað ekki við því ég bý á Seltjarnarnesi og hér höfum við reyndar bara tvo lista, Sjálfstæðisflokkinn og Neslistann og ég veit ekki betur en að Neslistinn ætli að halda samstarfinu áfram.
En þetta var reyndar bara eitthvað sem ég varð að koma frá mér.
En þetta var reyndar bara eitthvað sem ég varð að koma frá mér.
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Heim er ég komin
Fórum á Norrrðurlandið á mánudaginn og snerum heim á ný í dag. Höfðum það alveg súperfínt hjá Daníel og co. á Akureyrinni. Gerðum víðreist eftir megni, á þriðjudaginn skoðuðum við Smámunasafn Sverris Hermannssonar (nei, ekki þess Sverris) sem er alveg stórkostlega skemmtilegt. Eftir það lá leiðin í Jólagarðinn og um kvöldið tókum við þátt í kertafleytingu á tjörninni þeirra Akureyringa. Áður höfðum við fylgst með siglingaæfingu hjá Degi sem brunaði fram og til baka um Pollinn eins og ekkert væri. Blautbúningurinn sem við keyptum í Europris á sunnudaginn og tókum með norður smellpassaði og kom að góðum notum. Veðrið var leiðinlegra á miðvikudaginn, blankalogn en rigning öðru hvoru. Heitir það ekki rigning með köflum? Eftir hádegið var farið út í Laufás til að skoða gamla bæinn og þar fengum við okkur þetta líka ágæta eftirmiðdagskaffi áður en haldið var áleiðis yfir í Vaglaskóg. Þar var alveg uppstytta og við fórum í hressandi skógargöngu áður en haldið var áfram til Akureyrar. Um kvöldið fórum við í kaffi til þriðja bróður og þangað komu líka fyrsti bróðir og mágkona ásamt syni. Þar áttum við hið skemmtilegasta spjall og eiginlega var ákveðið að stefna að því að fara á Íslendingadaginn á Gimli um verslunarmannahelgina 2006. Ég lofaði víst að fara að tæla fólk til þátttöku í því, það væri nú annað hvort ef Rauðholtskynið fjölmennti ekki!
En talandi um Rauðholtskynið, ég fékk sorgarfréttir þegar heim var komið. Imma frænka lést í morgun. Elsku stelpan svona allt, allt of fljótt. Hún sem var alltaf svo hress og skemmtileg. Ég hitti mömmu hennar í Hagkaup og verð að segja að ég dáist að því hvað hún stendur sig vel. Ég gat ekkert gert annað en faðmað hana að mér og sagt hvað mig tæki þetta sárt.
Nú er ég of hrygg til að segja meira að sinni.
En talandi um Rauðholtskynið, ég fékk sorgarfréttir þegar heim var komið. Imma frænka lést í morgun. Elsku stelpan svona allt, allt of fljótt. Hún sem var alltaf svo hress og skemmtileg. Ég hitti mömmu hennar í Hagkaup og verð að segja að ég dáist að því hvað hún stendur sig vel. Ég gat ekkert gert annað en faðmað hana að mér og sagt hvað mig tæki þetta sárt.
Nú er ég of hrygg til að segja meira að sinni.
mánudagur, ágúst 08, 2005
Ég fer í fríið!
Lenti í því að þurfa að fara á tannlæknavaktina í gær og sem ég sat þar á biðstofu fór ég að fletta nýjasta Séð og heyrt. Er þá ekki verið að segja frá diskinum með Villiköttunum og myndir af útgáfutónleikum sonar míns, gott mál. Fletti svo aðeins áfram og sé ég þá ekki mynd af einum sonarsyninum að grilla lambaskrokk í heilu lagi á landsmóti skáta. Ágætt að fá þá báða í sama blaðinu, sparaði mér kr. 499 því annars hefði ég líklega keypt tvö blöð.
Vaknaði klukkan átta í morgun aldrei þessu vant (var vakin) og er byrjuð að taka saman það sem ég þarf að hafa með mér til Akureyrar þar sem næstu dögum verður varið. Mér finnst ég næstum vera að fara til útlanda! Veðurspáin þar er góð í dag og á morgun en gæti orðið einhver væta á miðvikudaginn. Heyrumst (eða réttara sagt lesumst).
Vaknaði klukkan átta í morgun aldrei þessu vant (var vakin) og er byrjuð að taka saman það sem ég þarf að hafa með mér til Akureyrar þar sem næstu dögum verður varið. Mér finnst ég næstum vera að fara til útlanda! Veðurspáin þar er góð í dag og á morgun en gæti orðið einhver væta á miðvikudaginn. Heyrumst (eða réttara sagt lesumst).
laugardagur, ágúst 06, 2005
Mér leiðist
Mér dauðleiðist núna. Er að bíða eftir verkefnum og engar líkur á að þau komi fyrr en um miðja næstu viku. Við erum því að ráðgera Akureyrarferð og Númi tók því fegins hendi að koma með okkur þegar ég hringdi í hann í morgun. Okkur sýnist líka á veðurspánni að góða veðrið verði þar næstu dagana. Meiningin er að fara á mánudaginn (fara með bílinn í smurningu fyrst) og koma heim seint á miðvikudag eða leggja í hann heim eldsnemma á fimmtudaginn, en Jón þarf að vera mættur í bænum kl. 14.30 á fimmtudag.
Gærdagurinn var samt alveg frábær, fór fyrir hádegið í Lyru í Kópavoginum til að kaupa nálar í insúlínpenna og strimla í blóðsykurmælinn og datt í hug að líta aðeins inn í Belladonnu sem er þar við hliðina. Ég var svo ljónheppin að þar voru í gangi einhverjir regnbogadagar, afsláttur á afslátt ofan og auðvitað dundaði ég mér þar í lengri tíma við að máta næstum allt í búðinni og afgreiðslukonan var svo elskuleg að bera í mig það sem hún hélt að ég hefði smekk fyrir. „Ég sá eins og skot að þú værir hörmanneskja,“ sagði hún, sem auðvitað var augljóst þar sem ég var íklædd hör frá toppi til táar. Auðvitað kom ég svo klyfjuð heim og hlakka til að fara að skarta gersemunum en þær eru: Tvennar hörbuxur, svartar og hvítar, fallegur toppur úr hör og svo furðuleg flík (ekki úr hör) sem ég mun eftirleiðis kalla „gíraffakápuna“ mína. Vala vinkona mín benti mér á um daginn að vatteraði jakkinn sem ég keypti í Danmörku gerði mig „rich bitch looking“. Þessi föt gera það líka og mér líkar vel að vera álitin „rich bitch“. Þarna hef ég komið mér upp annarri uppáhaldsbúð með Villtum og vandlátum.
Kvöldmaturinn var svo dásamlegt nautafille með gufusoðnu brokkólí, nýjum kartöflum og piparsósu og með því drukkum við ágætt Solaz rauðvín frá Spáni. Ljómandi góður endir á ljómandi góðum degi.
Gærdagurinn var samt alveg frábær, fór fyrir hádegið í Lyru í Kópavoginum til að kaupa nálar í insúlínpenna og strimla í blóðsykurmælinn og datt í hug að líta aðeins inn í Belladonnu sem er þar við hliðina. Ég var svo ljónheppin að þar voru í gangi einhverjir regnbogadagar, afsláttur á afslátt ofan og auðvitað dundaði ég mér þar í lengri tíma við að máta næstum allt í búðinni og afgreiðslukonan var svo elskuleg að bera í mig það sem hún hélt að ég hefði smekk fyrir. „Ég sá eins og skot að þú værir hörmanneskja,“ sagði hún, sem auðvitað var augljóst þar sem ég var íklædd hör frá toppi til táar. Auðvitað kom ég svo klyfjuð heim og hlakka til að fara að skarta gersemunum en þær eru: Tvennar hörbuxur, svartar og hvítar, fallegur toppur úr hör og svo furðuleg flík (ekki úr hör) sem ég mun eftirleiðis kalla „gíraffakápuna“ mína. Vala vinkona mín benti mér á um daginn að vatteraði jakkinn sem ég keypti í Danmörku gerði mig „rich bitch looking“. Þessi föt gera það líka og mér líkar vel að vera álitin „rich bitch“. Þarna hef ég komið mér upp annarri uppáhaldsbúð með Villtum og vandlátum.
Kvöldmaturinn var svo dásamlegt nautafille með gufusoðnu brokkólí, nýjum kartöflum og piparsósu og með því drukkum við ágætt Solaz rauðvín frá Spáni. Ljómandi góður endir á ljómandi góðum degi.
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Snjallræði
Fyrst ég var að tala um Wife Swap er ég að spá í að gera það sama og hin konan í þættinum í gær. Hún stillti klukkuna í eldhúsinu á 15 mínútur og gerði það sem hún komst yfir á þeim tíma. Þegar klukkan hringdi steinhætti hún svo þótt hún væri í miðju kafi við eitthvað. Verð samt að viðurkenna að það var svolítið sóðalegt hjá henni, en hún átti líka mann sem var að lifa sínu sjö hundraðasta jarðlífi og fékkst við „listsköpun“ og hugleiðslu, eins og reyndar öll fjölskyldan. En nú er það Antic Road Show. Ekki meira að sinni.
Óútskýranlegt... eða ekki
Í gærkvöldi var ég að horfa á Wife Swap sem mér finnst alveg ótrúlega fyndinn þáttur. Í þættinum í gær var önnur konan með algert hreinlætisæði, hún þreif húsið í fimm tíma á dag, alla daga, en börnið borðuðu bara kjöt og sælgæti og voru algerlega uppeldislaus. Jæja, ég ætla ekki að fara að útlista efni þáttarins nánar, en hér á heimilinu hefur ekki verið þrifið rækilega í þó nokkurn tíma og það er svo skrýtið með mig að þegar ég sé að það er komin ló út í hornin og ætla að manna mig upp í að taka mér rykmoppu í hönd og gera nú eitthvað, fæ ég alltaf þetta rosalega tak undir vinstra herðablaðið svo ég er engan veginn manneskja til að fara að gera hreint! Er þetta það sem kallast psychosomatic eða geðvefræn einkenni?
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Hómófóbía
Annað hvort er Árna Johnsen svona svakalega laus höndin eða hann er haldinn alvarlegri hómófóbíu. Þyrfti hann ekki að leita sér aðstoðar?
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Merkileg reynsla
Ég fór í Kringluna í dag og gerði ítrekaðar tilraunir til að eyða peningum en tókst ekki. Yfirleitt tekst mér það nokkuð áreynslulaust svo þetta er alveg ný reynsla fyrir mig. Þegar ég hafði gengið þarna um í smátíma og litið inn í nokkrar búðir hringdi ég í Ellu og bað hana að hitta mig, en það var sama þótt við værum tvær, mér tókst ekki að kaupa neitt svo við enduðum heima hjá Ellu og drukkum kaffi og svo keyrði hún mig heim. Auðvitað hefði ég frekar átt að fara á Laugaveginn, þar er yfirleitt eitthvað að finna sem mann vantar. Nú tala ég eins og ég þurfi nauðsynlega að kaupa eitthvað, en það er svo sem ekki alveg rétt. Reyndar myndi mig vanta penar, svartar buxur fyrir veturinn - buxur sem ég get gengið í hversdags en samt verið pínulítið fín. Hver veit nema ég láti vaða á Laugaveginn á morgun, þá þarf ég hvort sem er að fara niður í bæ að borga skattinn. Það er ekkert fleira sem mér liggur á hjarta núna svo ég læt þetta gott heita.
mánudagur, ágúst 01, 2005
Allt tekur enda
Nú er Rauðhyltingabók um það bil að líta dagsins ljós, á morgun fara Sævar og Skúli í prentsmiðjuna og mér skilst að ritið fari í umbrot eftir viku eða svo. Ég er yfir mig ánægð að vera búin að safna myndum og velja þær sem eiga að vera með umfjölluninni um mömmu og Jón frænda. Svo vona ég auðvitað að þau brosi í kampinn í uppheimum og séu ánægð með stelpuna. Ég á reyndar eftir að fá æskumynd af þriðja bróður en hana fæ ég í síðasta lagi á sunnudaginn kemur. Í dag ók ég upp á Skaga (held að ég hafi ekið of hratt í göngunum og fái bráðum sekt) og ræddi við fyrsta bróður og mágkonu. Féll þessa líka fínu mynd af honum, hugsanlega fermingarmynd, sem sómir sér vel í ritinu. Nú er ég bara hrædd um að ég sé komin með of mikið af myndum með kaflanum um mömmu, en þá get ég allavega kippt tveimur út. Og er ekki alltaf gaman að skoða myndir um leið og maður les bækur? Þegar heim var komið mundi ég auðvitað eftir helling sem ég ætlaði að ræða við bróður og spyrja út í varðandi gamlar myndir sem ég er með í minni vörslu, en það verður bara að bíða betri tíma. Hvað sem öðru líður er ég svo hæstánægð með sjálfa mig að nú sit ég hér við tölvuna með hvítvínsglas (heimilisframleiðsluna) og þykist eiga heiminn.
Verslunarmannahelginni er lokið og í mínum huga merkir það að sumarið sé að verða búið. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við förum ekki í tjaldferð á Strandirnar úr þessu, það hefði viðrað til þess í síðustu viku en þá vorum við hjónakornin þrælupptekin bæði tvö og nú er aldrei að vita hvernig veðurhorfur gerast. Við eigum þó eftir að fara með Núma á Norðurlandið, ef hann vill fara með gamla settinu, annars förum við bara tvö ein, og svo eigum við auðvitað eftir að fara í lúxusinn á Búðum eins og er að verða árlegur viðburður.
Ég ætlaði að nöldra út af einhverju, en eins og venjulega er ég búin að gleyma hvað það var. Það hlýtur að rifjast upp fyrr eða síðar. Ekki meira að sinni.
Verslunarmannahelginni er lokið og í mínum huga merkir það að sumarið sé að verða búið. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við förum ekki í tjaldferð á Strandirnar úr þessu, það hefði viðrað til þess í síðustu viku en þá vorum við hjónakornin þrælupptekin bæði tvö og nú er aldrei að vita hvernig veðurhorfur gerast. Við eigum þó eftir að fara með Núma á Norðurlandið, ef hann vill fara með gamla settinu, annars förum við bara tvö ein, og svo eigum við auðvitað eftir að fara í lúxusinn á Búðum eins og er að verða árlegur viðburður.
Ég ætlaði að nöldra út af einhverju, en eins og venjulega er ég búin að gleyma hvað það var. Það hlýtur að rifjast upp fyrr eða síðar. Ekki meira að sinni.